Íþróttir

Fótboltinn byrjar að rúlla í júní - nágrannslagur í Grindavík 8. júlí
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur árið 2016 en þá voru bæði lið í næst efstu deild.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 16:42

Fótboltinn byrjar að rúlla í júní - nágrannslagur í Grindavík 8. júlí

– sjáið leikjaplan allra deilda og bikarkeppni.

Fótboltinn er að fara að rúlla og félögin á Suðurnesjum hafa hafið verið að undirbúa sig að undanförnu. Þau hafa verið að endurnýja og gera nýja leikmannasamninga. Keflavík og Grindavík eru með lið í næst efstu deild karla og Keflavík í kvennaflokki er einnig í næst efstu deild. 

Íslandsmót karla hefst 19. júní:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í Íslandsmótinu 1. deild fær Keflavík Aftureldingu í heimsókn í fyrstu umferð og Grindavík heimsækir Þór á Akureyri.

Í annarri umferð frá Grindvíkingar Þrótt úr Reykjavík í heimsókn en Keflvíkingar fara vestur í Ólafsvík.

Í 2. deildinni keppa þrjú Suðurnesjalið; Víðir, Njarðvík og Þróttur Vogum. Fyrsta umferð verður 19. og 20. júní.

Í fyrstu umferð fá Víðismenn Kórdrengi í heimsókn, Þróttur Vogum fer á Dalvík og mætir heimamönnum og Njarðvík tekur á móti Völsungi frá Húsavík. Það verður talsvert um ferðalög í 2. deildinni í sumar.

Reynismenn í Sandgerði leika í 3. deild og mæta KV á útivelli í fyrstu umferð 19. júní.

Mjólkurbikarkeppni karla hefst 5. júní

Þróttur Vogum tekur á móti Ægi þann 6. júní. Þann 7. júní gerir Víðir Garði sér ferð til Álftaness og leikur gegn KFB en Njarðvíkingar mæta Smára í Kópavogi, þá mæta einnig Reynismenn Létti í Breiðholtinu þennan sama dag. Keflvíkingar sitja hjá í fyrstu umferð og mæta Ísbirninum eða Birninum þann 12. júní. Að lokum munu Grindvíkingar taka á móti ÍBV laugardaginn 13. júní.

Íslandsmót og Mjólkurbikar kvenna

Íslandsmót í 1. deild kvenna hefst 18. júní en Keflavík leikur á útivelli í tveimur fyrstu umferðunum, fyrst leika Keflavíkurstúlkur gegn Völsungi á Húsavík þann 20. júní og þann 26. júní fara þær til Sauðárkróks og leika gegn Tindastóli.

Grindavíkurstúlkur féllu í fyrra og leika í 2. deild, þær heimsækja Hamrana á Akureyri í fyrstu umferð þann 21. júní.

Mjólkurbikar kvenna

Keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst þann 7. júní. Í fyrstu umferð leika Grindavíkurstúlkur gegn Fram á útivelli og fer sá leikur fram þann 8. júní. Keflavík situr hjá í fyrstu umferð og mætir sigurvegara úr leik Aftureldingar og HK á Nettóvellinum þann 14. júní.

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 1. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 2. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 3. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 1. deild kvenna

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 2. deild kvenna

Smelltu hér til að sjá leikjaplan Mjólkurbikars karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan Mjólkurbikars kvenna

FJÖLBREYTT EFNI Í NÝJUSTU VÍKURFRÉTTUM - SMELLIÐ HÉR AÐ NEÐAN