Er allt í „skrúfunni“ hjá Grindavík?
	Grindvíkingar eru í lágflugi í Domino's deildinni í körfubolta því þeir töpuðu enn einum leiknum í gær, nú gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli. Lokatölur 82-95.
	
	Heimamenn töpuðu öllum fjórðungunum og komust einhvern veginn aldrei í neinn gír. Jordy Kuiper skoraði mest hjá þeim eða 17 stig, Lewis Clinch var með 16 og Sigtryggur Bjarnason var með 16 stig.
Er allt í skrúfunni? spyr Gauti Dagbjartsson, blaðamaður á karfan.is í myndskeiði og Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga segir leit standa yfir að lausnum en þetta sé, „mjög erfitt þessa dagana.“
Meðfylgjandi er viðtal Gauta við Jóhann sem birtist á karfan.is

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				