Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bragðdaufur baráttuleikur í Grindavík
Grindavík gerði markalaust jafntefli í lítt spennandi leik. Mynd úr myndasafni/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 13. maí 2023 kl. 10:57

Bragðdaufur baráttuleikur í Grindavík

Grindvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni í Lengjudeild karla í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Gróttu á heimavelli í gær. Grindavík vann Skagamenn á útivelli í fyrstu umferð og er því komið með fjögur stig.

Aðstæður á Grindavíkurvelli voru erfiðar, völlurinn laus í sér og leikmenn urðu fljótt þungir og áttu erfitt með að byggja upp spil. Leikur þessi fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en eitt stig í hús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sárgrætilegt tap Reynismanna í uppbótartíma

Reynismenn mættu Augnabliki í 3. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á heimavelli Augnabliks og eftir um hálftíma leik fækkaði í liði Reynismanna þegar Strahinja Pajic var vikið af leikvelli með rautt spjald.

Kristófer Páll er kominn aftur í Reynisbúninginn eftir eitt tímabil með Grindavík. Mynd úr myndasafni/JPK

Þrátt fyrir að vera manni færri komust Reynismenn yfir rétt fyrir hálfleik með marki Kristófers Páls Viðarssonar (43') sem skipti nýverið aftur yfir til Reynis eftir dvöl hjá Grindavík.

Manni færri vörðust Reynismenn vel en heimamenn settu þó jöfnunarmark skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma (84'). Augnablik náði svo að skora sigurmarkið í uppbótartíma (90'+3) og taka þar með öll stigin.