Flugger
Flugger

Íþróttir

Birna ekki meira með Keflavík - Rúnar næsti þjálfari karlaliðs UMFN
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 17:34

Birna ekki meira með Keflavík - Rúnar næsti þjálfari karlaliðs UMFN

Birna Valgerður Benónýsdóttir, einn besti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta er með slitið krossband og verður ekki með liðinu í úrslitarimmunni gegn Njarðvík sem hefst fimmtudaginn 16. maí. Birna meiddist í fimmta leiknum gegn Stjörnunni í vikunni þegar hún rann á gólfinu í sókn Keflvíkinga seint í leiknum.

Þá eru fréttir úr þjálfaraherbúðum karlaliðs Njarðvíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins þakkaði Njarðvíkingum fyrir samstarfið á Facebook-síðu sinni í dag. Karfan.is segir að Rúnar Ingi Erlingsson, núverandi þjálfari kvennaliðs UMFN taki við liðinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024