Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Íþróttir

Átta Íslandsmeistaratitlar á ÍM 25
Mánudagur 10. nóvember 2025 kl. 14:00

Átta Íslandsmeistaratitlar á ÍM 25

Lið ÍRB vann til átta Íslandsmeistaratitla, ásamt því að vinna einnig til átta Íslandsmeistarartitla í unglingaflokki á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fram fór í Laugardalnum um síðustu helgi. 

Keppt er til úrslita í unglingaflokki í undanrásum og síðan til úrslita í opnum flokki síðdegis.

Fremst í flokki hjá ÍRB voru þau Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir en þau urðu bæði Íslandsmeistarar í þremur greinum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Denas Kazulis varð þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og setti jafnframt glæsilegt unglingamet í 50m skriðsundi.

Að loknu ÍM 25 á ÍRB þrjá sundmenn sem náðu lágmörkum á Norðurlandamótið, en það voru þau Daði Rafn Falsson, Denas Kazulis og Eva Margrét Falsdóttir, en jafnframt náði einn sundmaður lágmörkum á Evrópumeistaramótið en það var Guðmundur Leo Rafnsson.

Þeir sem urðu Íslandsmeistarar úr liði ÍRB.

Fannar Snævar Hauksson, 100m fjórsund

Guðmundur Leo Rafnsson, 50, 100m og 200m baksund.

Eva Margrét Falsdóttir, 200m bringusund, 400m fjórsund og 200m fjórsund.

Nikolai Leo Jónsson, 200m bringusund.

 

Þeir sem urðu Íslandsmeistar unglinga úr liði ÍRB

Denas Kazulis 50, 100 og 200m skriðsund.

Margrét Anna Lapas 50m og 100m bringusund.

Nikolai Leo Jónsson 200m bringusund.

Árni Þór Pálmason 800m skriðsund.

Daði Rafn Falsson 100m fjórsund.

Dubliner
Dubliner