Flugger
Flugger

Íþróttir

Ásgeir Orri framlengir við Keflavík
Ásgeir Orri hér í leik með Keflavík í Bestu deild karla í sumar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. nóvember 2023 kl. 13:38

Ásgeir Orri framlengir við Keflavík

Markvörðurinn efnilegi. Ásgeir Orri Magnússon, hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík til ársins 2026. Ásgeir sem er nítján ára gamall hefur verið hjá félaginu síðan 2021 og á að baki fjóra leiki með meistaraflokki og einn leik fyrir U-19 lið Íslands.

„Það er heiður að framlengja dvöl mína hjá Keflavík. Stefnan er að komast aftur í deild þeirra bestu. Ég hlakka til að taka slaginn og vonast til að sjá stuðningsfólk okkar fjölmenna á völlinn næsta sumar,“ sagði Ásgeir við undirskrift.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Haraldur Guðmundsson þjálfari er ánægður með markvörðinn efnilega: „Við í Keflavík erum mjög ánægðir með að Ásgeir hafi skrifað undir nýjan samning við okkur. Ásgeir er efnilegur markmaður sem á framtíðina fyrir sér og getur orðið eins góður og náð eins langt og hann vill.“

Ásgeir Orri og Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, voru kampakátir eftir undirskriftina.