Þorbjörn Aðalfundir
Þorbjörn Aðalfundir

Fréttir

Vill símalausa grunnskóla í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 22. maí 2025 kl. 06:30

Vill símalausa grunnskóla í Reykjanesbæ

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að sett verði sameiginleg stefna um símalaust skólaumhverfi í öllum grunnskólum bæjarins. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 15. maí síðastliðinn.

Í bókun ráðsins kemur fram að markmiðið sé að draga úr skjánotkun barna og ungmenna innan skólasamfélagsins, en slík stefna gæti stuðlað að betri námsárangri, auknu félagslegu samspili og heilbrigðari daglegri rútínu nemenda.

Ráðið leggur til að bæjarstjórn feli menntasviði að vinna að mótun og innleiðingu stefnunnar í samstarfi við skólasamfélagið, með það að markmiði að hún taki gildi eigi síðar en við upphaf næsta skólaárs. Reykjanesbær geti þannig sýnt frumkvæði og ábyrgð í mikilvægu lýðheilsumáli.

Bílakjarninn
Bílakjarninn