Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Skorað á Landsnet að tryggja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum
Fimmtudagur 22. maí 2025 kl. 06:05

Skorað á Landsnet að tryggja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemd við nýja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2025–2034, en ítrekar mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 16. maí síðastliðinn.

Kerfisáætlun Landsnets er uppfærð annað hvert ár og miðar að því að tryggja faglega og gegnsæja þróun flutningskerfis raforku á landsvísu. Í áætluninni er lagt mat á þróun notkunar og framleiðslu raforku, ásamt markaðsþróun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á raforkukerfið.

Í gegnum áætlunina fá orkufyrirtæki, notendur, sveitarfélög og aðrir hagaðilar yfirsýn yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og forgangsröðun þeirra, auk áhrifa á afhendingargetu og gæði rafmagns.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Umhverfis- og skipulagsráð lagði áherslu á að sérstaklega væri nauðsynlegt að tryggja stöðugt og öruggt rafmagn til Suðurnesja, þar sem íbúafjölgun og uppbygging kalli á öflugt flutningskerfi.