Stuðlaberg
Stuðlaberg

Fréttir

Fasteignaskattur felldur niður á flestum eignum í Grindavík
Fimmtudagur 22. maí 2025 kl. 06:20

Fasteignaskattur felldur niður á flestum eignum í Grindavík

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 6. maí var lagt fram yfirlit yfir fasteignagjöld ársins 2025. Þar kom fram að í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar og lagaheimildir frá Alþingi verður fallið frá álagningu fasteignaskatts á flestar eignir innan þéttbýlismarka Grindavíkur á árinu 2025.

„Tillagan er sett fram í ljósi þess að enn eru takmarkanir á aðgengi og nýtingu fasteigna innan þéttbýlis í Grindavík,“ segir í fundargerðinni.

Álagning mun ekki eiga við um eignir sem falla undir a- og c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og eru innan þéttbýlis samkvæmt aðalskipulagi Grindavíkur 2018–2032. Aðrar eignir í sveitarfélaginu munu fá álagðan fasteignaskatt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Samkvæmt tillögunni verður einnig fallið frá álagningu lóðarleigu, vatnsgjalda, fráveitugjalda og sorpgjalda fyrir árið 2025. Einungis aukavatnsskattur verður innheimtur samkvæmt álestri vatnsmæla.

Ákveðið hefur verið að færa fasteignagjöld ársins yfir á átta gjalddaga í stað tíu. Sá fyrsti verður 1. maí og sá síðasti 1. desember 2025.

Heildarálögð gjöld í Grindavík árið 2025 nema 299,1 milljón króna.