Litagleði á vortónleikum í kvöld og á miðvikudag
Kvennakór Suðurnesja býður til vortónleika undir yfirskriftinni Litagleði dagana 19. og 21. maí í Bíósal Duus safnahúsa í Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru hluti af árvissum viðburðum kórsins en að þessu sinni er þemað tileinkað fjölbreytileikanum í samfélaginu – og það með tónlistarvali sem spannar áratugi, heimsálfur og geira. Miðasala er á tix.is og frekari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Kvennakórs Suðurnesja.
Í meðfylgjandi innslagi er upptaka sem við gerðum á æfingu hjá kórnum í síðustu viku.