Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Fréttir

Nýr miðbæjarkjarni í mótun í Reykjanesbæ
Reykjanesbær vinnur að metnaðarfullu verkefni um uppbyggingu á svokölluðum Akademíureit, sem er staðsettur austan við Reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og Krossmóa. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 21. maí 2025 kl. 11:36

Nýr miðbæjarkjarni í mótun í Reykjanesbæ

Íbúar hvattir til þátttöku í hugmyndavinnu – könnun opin til 22. maí

Reykjanesbær vinnur að metnaðarfullu verkefni um uppbyggingu á svokölluðum Akadem-íureit, sem er staðsettur austan við Reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og Krossmóa. Tilgangurinn er að skapa lifandi   miðsvæðiskjarna sem tengir saman bæjarhluta, mannlíf og þjónustu – og íbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum í mótun svæðisins.

Starfshópur hefur verið myndaður af hálfu bæjarins til að undirbúa uppbyggingu svæðisins og móta forsendur þess áður en það verður boðið út til fjárfesta og hönnuða. Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið ALTA sem sérhæfir sig í skipulags- og byggðaþróun.

„Þið í Reykjanesbæ þekkið bæinn best og því er stór hluti okkar vinnu að leita eftir ykkar hugmyndum og sjónarmiðum,“ segir Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá ALTA.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Samkvæmt greiningu ALTA er Akademíureiturinn í lykilstöðu – miðsvæðis í þéttbýli Reykjanesbæjar, við mikið íþróttasvæði og nálægt fjölbreyttri samfélagsþjónustu og almenningssamgöngum. Hann tengist einnig vel við Keflavíkurflugvöll og er því talinn afar hentugur fyrir nýjan samkomustað og lifandi byggðarkjarna.

Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila og er það hafið með opinni spurningakönnun sem stendur til 22. maí. Niðurstöður hennar verða notaðar við gerð forsagnar að skipulagi svæðisins, sem síðar verður afhent hönnuðum og þróunaraðilum sem móta endanlega framtíðarsýn reitsins.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt en könnunina er að finna á vef Reykjanesbæjar. Könnunin er opin fram til fimmtudagsins 22. maí.