Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja

Fréttir

Vilja Rockville undir umhverfisvænar íbúðaeiningar
Mánudagur 11. október 2021 kl. 13:57

Vilja Rockville undir umhverfisvænar íbúðaeiningar

Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir að fá Rockville-svæðinu í Suðurnesjabæ úthlutað til þróunarverkefnis á umhverfisvænum íbúðareiningum. Í Rockville rak Varnarliðið ratstjárstöð sem var byggð árið 1953. Hún var starfrækt til ársins 1997, þegar henni var lokað og ný stöð opnuð skammt frá. Rockville varð að draugaþorpi um hríð en síðan fékk meðferðarstöðin Byrgið aðsetur í Rockville en yfirgaf svæðið í júní 2003. Þá var hafist handa við að rífa byggingar í Rockville og því verki lauk skömmu áður en tilkynnt var um brotthvarf Varnarliðsins frá Íslandi árið 2006.

Það eru fyrirtækin Anný ehf og HS Dreifing sem hafa óskað eftir að fá Rockville svæðinu úthlutað. Í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar segir að vinna við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar standi yfir og ekki liggur fyrir hvaða áherslur verður lagt upp með varðandi landnotkun á Rockville-svæðinu. Skipulagsfulltrúa og formanni ráðsins var á fundinum falið að eiga frekari viðræður við umsækjendur.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk