Fréttir

Verksamningur um byggingu Gerðaskóla undirritaður
Fimmtudagur 19. nóvember 2020 kl. 06:20

Verksamningur um byggingu Gerðaskóla undirritaður

Suðurnesjabær undirritaði nýlega verksamning við Braga Guðmundsson ehf. um stækkun Gerðaskóla að undangengnu opnu útboði þar sem sex aðilar skiluðu inn tilboði. 

Alls nemur samningsupphæðin 222,6 milljónum kr. eða 85,5% af kostnaðaráætlun og er fyrirhugað að framkvæmdum við þennan áfanga verksins ljúki fyrir upphaf næsta skólaárs. Framkvæmdir eru þegar hafnar.