Varað við ferðum inn á Fagradalsfjall vegna slæmrar veðurspár
Lögreglan á Suðurnesjum vara við ferðum fólks inn á gönguleiðir við Fagradalsfjall næstu tvo sólarhringa vegna mjög óhagstæðrar veðurspár.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er búist við allhvössum vindi, talsverðri úrkomu í formi snjókomu eða slyddu á svæðinu og versnandi skyggni. Aðstæður á svæðinu geta breyst hratt og orðið hættulegar á skömmum tíma. Gul veður viðvörun hefur verið gefin út.
Ferðamönnum og göngufólki er eindregið ráðlagt að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga
Einnig er áréttað að svæðið er varasamt, og leitar- og björgunaraðgerðir á svæðinu geta verið afar erfiðar við slíkar aðstæður sem geta myndast.
Lögreglan á Suðurnesjum fylgjast náið með þróun veðurs og aðstæðum á svæðinu. Nánari upplýsingar verða birtar ef tilefni gefst til.
Óvissustig Almannavarna er í gildi á svæðinu vegna jarðhræringa og landriss sem gæti leitt til eldgoss.
Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum á eftirfarandi stöðum:
- www.vedur.is
- www.umferdin.is
- www.safetravel.is
- Á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum








