Fréttir

Tvíburasystur úr Vogum dúx og sem­idúx Mennta­skól­ans í Kópa­vogi
Mynd af fésbókarsíðu MK
Föstudagur 4. júní 2021 kl. 07:46

Tvíburasystur úr Vogum dúx og sem­idúx Mennta­skól­ans í Kópa­vogi

Tví­bura­syst­urn­ar Sig­ur­björg Erla og Guðbjörg Viðja Pét­urs­dæt­ur Bier­ing voru dúx og sem­idúx Mennta­skól­ans í Kópa­vogi. Sig­ur­björg út­skrifaðist með ein­kunn­ina 9,89 en Guðbjörg 9,7. Árang­ur Sig­ur­bjarg­ar er sá besti í sögu skól­ans. Þær tvíburasystur eru úr Vogum á Vatnsleysuströnd.

Braut­skrán­ing frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi fór fram 28. maí. Alls voru út­skrifaði 57 stúd­ent­ar, níu með loka­próf í bakstri, ellefu í fram­reiðslu og tuttugu og tveir í mat­reiðslu. Sveins­próf­in eru framund­an hjá verk­námsnem­um.

Elenóra Rós Georgesdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámi. Bjarki Sveinbjörnsson frá Rótarýklúbbnum Borgum afhenti viðurkenninguna.

Myndirnar með fréttinni eru af fésbókarsíðu MK.