Flugger
Flugger

Fréttir

Tjón á mikið skemmdum húseignum í Grindavík metið
Frá Grindavík í dag. Ljósmyndir/Golli/Heimildin
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 18. nóvember 2023 kl. 22:41

Tjón á mikið skemmdum húseignum í Grindavík metið

Náttúruhamfaratrygging Íslands var með tvo hópa matsmannateyma í Grindavík í dag sem fóru með eigendum í sín hús til að meta tjón í nokkrum eignum sem eru mikið skemmdar.

Náttúruhamfaratrygging Íslands var í sambandi við eigendur þessa íbúa en ekki er farið inn í nein hús án þess að eigendur eða fulltrúar þeirra séu viðstaddir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Annað teymi á vegum Náttúruhamfaratryggingar hefur farið með HS Veitum að húsum þar sem heitavatnsnotkun hefur verið óeðlilega mikil undanfarið, með það fyrir augum að finna út úr því hvort um sé að ræða leka í eða við húsin.

Ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, var í Grindavík í dag og myndaði aðgerðir. Þar sem aðgengi fjölmiðla er takmarkað fer einn ljósmyndari og einn kvikmyndatökumaður á dag til Grindavíkur og deila þeir sínu efni með öðrum fjölmiðlum landsins. Golli er ljósmyndari fyrir Heimildina.