Fréttir

Tekinn með 70 kókaínpakkningar
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 01:07

Tekinn með 70 kókaínpakkningar

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú fíkniefnamál sem upp kom þegar erlendur karlmaður reyndi að smygla tæpum 700 grömmum af kókaíni til landsins.

Maðurinn var að koma frá Madrid 1. september sl. og viðurkenndi hann fyrir tollgæslu í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að vera með fíkniefni innvortis.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn og færði á lögreglustöð. Þar skilaði hann af sér samtals 70 pakkningum af fíkniefninu. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi og rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024