Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Sýningu á Kardemommubænum aflýst vegna veðurs
Þriðjudagur 28. október 2025 kl. 11:45

Sýningu á Kardemommubænum aflýst vegna veðurs

Fjölskyldusýningin Kardemommubærinn, sem átti að hefjast kl. 18:00 í kvöld, hefur verið aflýst vegna veðurs. Stjórn Leikfélags Keflavíkur segir að ákvörðunin hafi verið tekin með öryggi leikaranna og áhorfenda að leiðarljósi, þar sem akstursaðstæður eru óöruggar og fjölskyldur kjósa að halda sig heima á meðan mesta óveðrið gengur yfir.

Unnið er að því að hafa samband við alla sem áttu miða á sýninguna og munu þeir fá miða á aðra sýningu. Miðasala er áfram í fullum gangi á tix.is og eru lausir miðar á sýningar um helgina.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner