HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Stapaskóli tekur á sig mynd
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 21. júlí 2020 kl. 07:18

Stapaskóli tekur á sig mynd

Bygging Stapaskóla í Reykjanesbæ gengur vel og er húsnæði skólans að taka á sig endanlega mynd. Þá eru hafnar framkvæmdir við skólalóðina sem er stór og mikil. Nýi skólinn í Innri-Njarðvík verður  fyrir nemendur í 1.–10. bekk og þar verður einnig rekinn leikskóli ásamt því að vera menningarmiðstöð fyrir grenndarsamfélagið. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi með dróna yfir Stapaskóla og hluta byggðarinnar í Innri-Njarðvík í byrjun júlí.