Public deli
Public deli

Fréttir

Slipp-hostel með 150 rúmum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Sunnudagur 11. janúar 2015 kl. 12:31

Slipp-hostel með 150 rúmum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Svo gæti farið að ferðamenn sem gisti í Njarðvík vakni við sjónarspil þegar stór skip eru dregin upp eða færð til hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fyrirtækið auglýsir nú til sölu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sitt við Sjávargötu þar sem möguleiki er á að byggja 150 rúma gistiheimili, slipp-hostel.
Í auglýsingu Skipasmíðastöðvarinnar í Viðskiptablaðinu segir að fyrir liggi samþykktar grunnteikningar af húsnæðinu þar sem gert er ráð fyrir því að byggð verði ein hæð ofan á húsin og notkuninni verði breytt í gistiheimili eða hostel með u.þ.b. 150 rúmum. Núverandi stærð húsnæðisins er 1.125 fermetrar.


Ekki stendur til að breyta rekstri Skipasmíðastöðvarinnar heldur er vonast til að starfsemi hennar muni bjóða upp á sjónarspil þegar unnið er við stór skip á svæði stöðvarinnar, þeim sem gista muni í Slipp-hostel til ánægju.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Fasteignasalan Ásberg í Reykjanesbæ er með húsnæðið í sölu en ásett verð er 75 milljónir króna.