Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Sex starfsmenn á leikskólanum Tjarnarseli  með COVID-19
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. mars 2020 kl. 13:59

Sex starfsmenn á leikskólanum Tjarnarseli með COVID-19

Sex starfsmenn á leikskólanum Tjarnarseli hafa verið greindir með COVID19 veiruna og eru komnir í einangrun. Áður höfðu 22 starfsmenn og jafn mörg leikskólabörn á skólanum verið sett í sóttkví eftir að starfsmaður hafði greinst með veiruna síðasta föstudag.

Árdís Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels staðfesti þetta við Víkurfréttir en í tölvupósti til foreldra leikskólabarna í morgun sagði hún að þeir starfsmenn sem hafi veikst beri sig vel en þetta sé erfið og flókin staða.