Vörumiðlun
Vörumiðlun

Fréttir

Setja upp loftgæðamæli í Heiðarhverfi
Fimmtudagur 1. desember 2016 kl. 16:10

Setja upp loftgæðamæli í Heiðarhverfi

- Sjónvarpsviðtal við bæjarstjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar

Loftgæðamælir verður settur upp í nágrenni við Heiðarskóla til að mæla mengun frá kísilveri United Silicon. Þetta er meðal þess sem fram kom í spjalli Sjónvarps Víkurfrétta við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar og Sigríði Kristjánsdóttur, teymisstjóra eftirlitsteymis hjá Umhverfisstofnun. Sigríður mætti á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun vegna loftmengunar frá kísilverinu. Eftir fundinn komu þau Kjartan og Sigríður í hljóðver Sjónvarps Víkurfrétta.

Kísilver United Silicon tók til starfa fyrir tæpum þremur vikum og hafa íbúar í Reykjanesbæ kvartað vegna reyk- og lyktarmengunar en nokkrir byrjunarörðugleikar hafa komið upp þegar kynt hefur verið upp í ofni kísilversins. Stefnt er að því að halda íbúafund um loftgæðismál og iðnaðaruppbyggingu í Helguvík á næstu vikum, þar sem fulltrúar Umhverfisstofunar munu sitja fyrir svörum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024