Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Fréttir

Öflug uppbygging í matvælaframleiðslu á Reykjanesi
Miðvikudagur 30. apríl 2025 kl. 14:30

Öflug uppbygging í matvælaframleiðslu á Reykjanesi

Tveir stórir áfangar í nýsköpun og matvælaframleiðslu eru nú í undirbúningi á Reykjanesi. Samherji fiskeldi hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga nýrrar landeldisstöðvar, Eldisgarðs, sem rís við Reykjanesvirkjun. Fjármögnunin nemur 235 milljónum evra, eða 34 milljörðum króna, og er unnin í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta og banka. Stöðin nýtir jarðsjó og endurnýjanlega orku og verður reist í þremur áföngum. Stefnt er að því að framleiða allt að 30.000 tonn af laxi árlega þegar stöðin verður fullbyggð. Um 100 bein störf skapast við Eldisgarð auk fjölda afleiddra starfa, og er áætlað að framleiðsla hefjist árið 2027.

Á sama svæði undirbýr Sæbýli hf., frumkvöðull í ræktun sæeyrna, nýja áframeldisstöð í Auðlindagarði HS Orku. Þar hyggst fyrirtækið nýta hreinan, hraunsíaðan ylsjó frá Reykjanesvirkjun til að ala hlýsjávartegundir sem hingað til hefur ekki verið hægt að rækta á Íslandi. Nýja stöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Framkvæmdir hefjast 2026 og stefnt er að því að starfsemi flytjist þangað að hluta eða öllu leyti árið 2027. Áætlað er að framleiðslugeta verði allt að 1.000 tonn með möguleika á frekari stækkun.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Báðar framkvæmdir stuðla að aukinni verðmætasköpun, nýsköpun og sjálfbærri þróun á Reykjanesi. Sjá nánar í Víkurfréttum í þessari viku. Rafræna útgáfu blaðsins má lesa hér að neðan.