RNB upplýsingafundur
RNB upplýsingafundur

Fréttir

Oddfellow færir Mæðravernd HSS gjafir
F.v. Jóna Björg Antonsdóttir, Anna Marta Valtýsdóttir, Jónína Sigríður frá Mæðravernd, Hjálmar Árnason og Skúli Bjarnason.
Sunnudagur 10. desember 2023 kl. 06:09

Oddfellow færir Mæðravernd HSS gjafir

Oddfellowreglan lætur sig samfélagið varða. Í Reykjanesbæ eru fjórar Oddfellowstúkur, Eldey, Steinunn, Njörður og Jón forseti. Saman stóðu þær fyrir því að koma upp hinni glæsilegu Líknardeild við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Fulltrúar Reglunnar komu færandi hendi á dögunum og afhentu Mæðraverndinni á HSS  þrjár milljónir króna til kaupa á nauðsynlegum tækjum. 

Jónína Sigríður frá Mæðravernd og Alma María, hjúkrunarforstjóri HSS, ánægðar með gjafabréfið frá Oddfellow.

„Það var algjör samhugur hjá öllum stúkunum um að styðja við bakið á Mæðraverndinni. Hún er jú upphaf alls hjá okkur,“ sagði Oddfellowfólkið. Fulltrúar Mæðraverndar og HSS þökkuðu gjöfina. 

Public deli
Public deli

„Þetta fé kemur sér afar vel fyrir starf okkar því við viljum verðandi mæðrum allt hið besta. Þá er ekki síður hvetjandi fyrir okkur að finna þann hlýhug sem Oddfellowar sýna okkur með þessari rausnarlegu gjöf,“ sögðu fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við afhendingu gjafarinnar.

Oddfellowreglan eru mannræktarsamtök sem láta sig samfélagið varða.