Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Notuðu barnakerru til að stela dósum
Miðvikudagur 12. febrúar 2020 kl. 10:04

Notuðu barnakerru til að stela dósum

Tilkynnt var nýverið til lögreglunnar á Suðurnesjum um þjófnað á dósum úr bílakerru á lokuðu byggingarsvæði. Eigandinn, sem var staddur úti á landi, sá í öryggismyndavélakerfi sem beintengt er við farsíma hans hvar tveir menn komu með barnakerru, fylltu hana af dósum og höfðu sig síðan á brott. Þetta léku þeir ítrekað.

Miklu magni af dósum og flöskum hafði verið safnað á kerruna á löngum tíma og er talið að verðmæti þeirra nemi allt að 40 - 50 þúsund krónum þegar hún er orðin full.

Lögregla leitar mannanna.