Fréttir

Nóg að lesa í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 11. maí 2021 kl. 20:02

Nóg að lesa í Víkurfréttum vikunnar

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar í Reykjanesbæ, er í viðtali í Víkurfréttum vikunnar en blaðinu verður dreift á morgun. Körfuknattleiksmaðurinn Dominykas Milka er einnig í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku þar sem hann ræðir ýmislegt annað en körfuknattleik. Við skoðum glæsilegt útisvæði við Sundmiðstöð Reykjanesbæjar og segjum frá því helsta sem fram kemur í minnisblaði um uppbyggingu við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu en það má nálgast í rafrænu formi hér að neðan. Prentaða útgáfu getur þú sótt um hádegisbil á morgun í næstu verslun Samkaupa á Suðurnesjum eða á aðra dreifingarstaði en blaðið liggur frammi á yfir 20 stöðum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og í Vogum.