Uppbyggingarsjóður 2022
Uppbyggingarsjóður 2022

Fréttir

Meðalhraunflæði í Meradölum 10,4 m3/s
Eldgossins í Meradölum má njóta í fjarska. Hér er mynd sem tekin var við Seltjörn um helgina. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 15. ágúst 2022 kl. 14:06

Meðalhraunflæði í Meradölum 10,4 m3/s

Fyrstu gögnin frá Pleiades gervitunglinu með myndum af Meradölum bárust Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í gær, en skýjahula hefur hindrað sýn hingað til. Búið er að vinna úr gögnunum og gera nýtt kort af gossvæðinu. Það sýnir að hraunið þekur 1,25 ferkílómetra, rúmmál þess er 10,6 milljón rúmmetrar og meðaltal hraunflæðis síðustu tíu daga (4.-14. ágúst) er 10,4 m3/s. Hraunflæði hefur því minnkað frá því sem var fyrsta sólarhringinn. Þetta er algengt í eldgosum.

Loftmyndir voru einnig teknar á laugardagsmorgun og sunnudagskvöld. Unnið verður úr þeim gögnum í dag og fæst þá betra mat á hver staðan er núna, en talan hér að ofan er meðaltal fyrir tíu daga tímabil.