Með 46 kannabisplöntur heima hjá sér

Karlmaður úr Reykjanesbæ á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að rækta 46 kannabisplöntur á heimili sínu með það að markmiði að selja kannabisefnið.
Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum vímuefna. Hann hefur áður komist í kast við lögin, meðal annars hefur hann verið dæmdur þrívegis fyrir hegningalagabrot.
Dómur mannsins er skilorðsbundinn til tveggja ára og var hann einnig sviptur ökuréttindum næst tvö árin.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				