Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Landsins stærsti fáni á ferð um bæinn
Frá ferðalagi þjóðfánans í dag. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2024 kl. 17:07

Landsins stærsti fáni á ferð um bæinn

Íslenski fáninn, sem flaggað er á þjóðhátíðardaginn í Reykjanesbæ, er sá stærsti á landinu. Skátar báru fánann frá Keflavíkurkirkju og fóru víða um götur bæjarins áður en gangan endaði í skrúðgarðinum í Keflavík, þar sem fáninn var svo dreginn að húni.

Ljósmyndari Víkurfrétta var í háloftunum yfir Keflavík og myndaði hluta af ferðalagi fánans.

Fleiri myndir frá þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ eru væntanlegar á vf.is síðar í dag.

Bílakjarninn
Bílakjarninn