Opus Futura
Opus Futura

Fréttir

Júlíus Viggó býður sig fram til formennsku í SUS
Þriðjudagur 16. september 2025 kl. 06:32

Júlíus Viggó býður sig fram til formennsku í SUS

Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október.

Júlíus Viggó er 24 ára hagfræðinemi við Háskóla Íslands, uppalinn í Sandgerði. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 2023 til 2025 og hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2021, þar sem hann sinnir nú starfi markaðsstjóra í framkvæmdastjórn sambandsins. Hann hefur víðtæka reynslu af félags- og stjórnmálastarfi, meðal annars sem oddviti Vöku og stúdentaráðsliði, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kosningastjóri D-listans í Suðurnesjabæ í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og forseti sambands íslenskra framhaldsskólanema. Þá skipaði hann 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Nú er kominn tími til að SUS setji alvöru hægristefnu á dagskrá, og tali óhrætt fyrir raunverulegum lausnum fyrir ungt fólk. SUS hefur lengi verið kallað samviska flokksins og til þess þarf sambandið að þora að láta í sér heyra. SUS á að vera óhrætt við að ræða málin eins og þau eru, standa vörð um gildi okkar – frelsi einstaklingsins, fullveldið og þá ábyrgð sem því fylgir – og vera leiðandi í miðlun sjálfstæðisstefnunnar út í samfélagið. Þetta framboð boðar sjálfstæði fyrir nýja tíma,” segir Júlíus Viggó Ólafsson.

Júlíus Viggó tilkynnti framboð sitt á Facebook síðu sinni í morgun í pistli þar sem hann greindi frá áherslum sínum sem frambjóðandi til formennsku og þeim málum sem hann telur skipta máli að SUS taki á á komandi tímum. Sjá má framboðstilkynninguna hér.



Bjóða sig fram í fyrsta og annan varaformann

Tinna Eyvindardóttir býður sig fram í embætti fyrsta varaformanns SUS. Tinna er 24 ára gömul, uppalin í Grafarvogi og hefur lokið BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún sat í stjórn Heimdallar og stjórn Vöku árin 2023 til 2025 og sinnti stöðu markaðsstjóra hjá báðum félögum. Þar að auki sat hún í stúdentaráði fyrir Vöku sem oddviti heilbrigðisvísindasviðs, var varaforseti Stúdentasjóðs og sat í jafnréttisnefnd SHÍ. Tinna hefur mikla reynslu af framleiðslu samfélagsmiðlaefnis og sinnti slíkri framleiðslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum.

Anton Berg Sævarsson býður sig fram í embætti annars varaformanns SUS. Anton er 21 árs gamall viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík sem er uppalinn á Eskifirði. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði með viðbótarstúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Austurlands. Anton er formaður Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, gegnir formennsku í kjördæmisráði ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og tók sæti í stjórn SUS í ár. Anton hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi sem og á landsvísu, en hann heldur einnig úti eigin rekstri í skemmtanahaldi.

Framboðið í heild sinni

Eftirfarandi ungir sjálfstæðismenn bjóða sig fram til stjórnar SUS ásamt Júlíusi, Tinnu og Antoni:

  • Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir

  • Alda María Þórðardóttir

  • Atli Dagur Guðmundsson

  • Berglind Haraldsdóttir

  • Birkir Ólafsson

  • Birkir Óli Gunnarsson

  • Birkir Örn Þorsteinsson

  • Björn Gunnar Jónsson

  • Bríet Magnúsdóttir

  • Daníel Hjörvar Guðmundsson

  • Dóra Tómasdóttir

  • Einar Arnalds Laxdal

  • Einar Freyr Guðmundsson

  • Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir

  • Franklín Ernir Kristjánsson

  • Geir Zoega

  • Guðni Kjartansson

  • Halla Margrét Hilmarsdóttir

  • Halldór Lárusson

  • Helgi Rafn Bergþórsson

  • Hermann Borgar Jakobsson

  • Hermann Nökkvi Gunnarsson

  • Ísak Svavarsson

  • Jóhann Daði Gíslason

  • Kjartan Leifur Sigurðsson

  • Kristín Alda Jörgensdóttir

  • Logi Stefánsson

  • Logi Þór Ágústsson

  • Magnús Benediktsson

  • Oddur Stefánsson

  • Oliver Einar Nordquist

  • Pétur Orri Pétursson

  • Ragnheiður Arnarsdóttir

  • Signý Pála Pálsdóttir

  • Sóley Halldórsdóttir

  • Sölvi Guðmundsson

  • Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir

  • Stephanie Sara Drífudóttir

  • Telma Ósk Þórhallsdóttir

  • Unnur Elín Sigursteinsdóttir