bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 10:08

Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum

Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum verður haldinn í Reykjanesbæ fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30. Fundurinn verður sendur út beint í streymi á Facebook-síðu Reykjanesbæjar: www.facebook.com/reykjanesbaer.is/

Íbúar geta tekið þátt í fundinum og sent inn spurningar á póstfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarna daga og vikur verið að kortleggja og greina möguleika á fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu, meðal annars í gegnum þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Þau verkefni sem þegar eru á teikniborðinu verða kynnt á íbúafundinum á netinu.

Upptaka af fundinum verður síðan aðgengileg á sömu síðu fyrir þá sem ekki geta fylgst með streyminu beint.