Fréttir

Hvatagreiðslur eldri  borgara hafa slegið í gegn
Frá aðalfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum nýlega. Starf félagsins er öflugt og fjölmenni var á fundinum.
Sunnudagur 24. mars 2024 kl. 06:08

Hvatagreiðslur eldri borgara hafa slegið í gegn

Ekki nógu góð nýting hjá börnum og ungmennum – aðeins 60% nýta hvatagreiðslur

Alls nýttu 2.435 börn sér hvatagreiðslur Reykjanesbæjar á síðasta ári sem er 60% af heildarfjölda barna fjögurra til átján ára í bæjarfélaginu. Nýtingin hefur aukist um 9,2% frá 2019 en er þó að sögn Hafþórs Birgissonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, mun lægri en í öðrum sveitarfélögum.

„Því miður, segi ég nú bara. Nýtingin ætti að vera miklu hærri,“ sagði Hafþór við VF.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bæjaryfirvöld ákváðu fyrir skemmstu að bæta við hvatagreiðslum fyrir eldri borgara frá 67 ára aldri sem hafa svo sannarlega slegið í gegn að sögn Hafþórs. „Það hafa 192 eldri borgarar nýtt sér hvatagreiðslur en þær hófust um áramótin. En hvað eru eldri borgarar að nýta hvatagreiðslur í?

„Það er allur gangur á því, við getum nefnt árskort í sund, árgjald í golfklúbb, sundleikfimi, líkamsræktarstöðvar og fleira mætti nefna. Ég vil bara hvetja eldri borgara að nýta sér þessa nýjung en líka hvetja foreldra barna að gera það. Enn eru fjögur börn af tíu  ekki að nýta sér hvatagreiðslur. Það er hægt að nýta hvatagreiðslur á stafrænan hátt í tölvu eða síma en líka bara koma í þjónustuverið í ráðhúsi Reykjanesbæ,“ sagði Hafþór.