Fréttir

Hleðsluvaktin í Grindavík
Hilmir Ingi Jónsson, viðskipta- og tæknistjóri Hleðsluvaktarinnar í Grindavík.
Laugardagur 18. september 2021 kl. 07:17

Hleðsluvaktin í Grindavík

-er með hleðslulausnir fyrir fjölbýli, fyrirtæki og heimili. Með hleðslustöð nærðu hraðari hleðslu á öruggari hátt.

Hleðsluvaktin er nýlegt fyrirtæki í Grindavík og eitt af leiðandi þjónustufyrirtækjum á Íslandi með hleðslulausnir fyrir fjölbýli. Hilmir Ingi Jónsson, viðskipta- og tæknistjóri, segir fyrirtækið vera í samstarfi við stærstu húsfélagaþjónustur landsins en mikil aukning hefur verið í sölu rafbíla á undanförnu árum.

„Við erum með hleðslulausnir fyrir fyrirtæki, fjölbýli og heimili og leggjum áherslu á örugga hleðslu með álagsdreifingu og prýði á planinu með stílhreinum hleðslustöðvum. Okkar sérstaða er dýnamísk álagsdreifing sem ver raflagnir með því að lækka sjálfkrafa álag til hleðslustöðva ef heildarálag er áhættusamt. Þetta gerir það að verkum að fólk getur hlaðið rafbílinn áhyggjulaust,“ segir Hilmir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hleðslustöðvarnar sem Hleðsluvaktin býður upp á hafa fengið alþjóðleg verðlaunað, m.a. elstu og virtustu hönnunarverðlaun heims, iF Design Awards.

Hjá Hleðsluvaktinni er aðstoðað við allt ferlið frá hönnun og raflögn að virkri hleðslustöð og í boð er bæði kaup og leiga á hleðslustöðvum. Hilmir segir að fyrirtækið bjóði fast þjónustugjald á álagsdreifingu en ekki á hverja hleðslustöð í fjölbýlum en fjölbýli þurfa yfirleitt aðeins eina álagsdreifingu.

„Álagsdreifing fylgir með öllum okkar heimahleðslustöðvum. Það þarf að hafa í huga að tengill í heimahúsum er hannaður til að þola mikið álag í hámark tvo tíma en rafbíll eða tvinnbíll hleður á miklu álagi í allt að tólf tíma. Þetta er eins og að horfa á gras vaxa og halda að það vaxi ekki því maður sér það ekki vaxa, svo er grasið orðið allt of hátt með tímanum. Sama gildir um skemmdir í raflögnum. Með hleðslustöð nærðu hraðari hleðslu á öruggari hátt og með álagsdreifingu færðu hugarró í hvert skipti sem þú hleður,“ segir Hilmir.

Hleðslustöðvarnar sem Hleðsluvaktin býður upp á hafa fengið alþjóðleg verðlaunað, m.a. elstu og virtustu hönnunarverðlaun heims, iF Design Awards. Þá er fyrirtækið í samstarfi við HS Orku til að geta boðið heildarlausnir og hagkvæma þjónustu. „Við aðstoðum líka fjölbýli við styrktarumsóknir hjá framtíðarnefnd Reykjanesbæjar og leggjum almennt upp á góða þjónustu og erum því með þjónustuver sem er alltaf opið.“