Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Fréttir

Hjólhýsi og tjaldvagna á ekki að geyma á opnum svæðum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 07:24

Hjólhýsi og tjaldvagna á ekki að geyma á opnum svæðum

„Við höfum fengið töluvert að kvörtunum frá bæjarbúum varðandi geymslu á hjólhýsum, tjaldvögnum og kerrum á opnum svæðum en þetta er einn af fylgifiskum sumarsins. Við erum á hverju sumri í töluverðum vandræðum með að slá þessi opnu svæði og sinna almennri umhirðu á þeim þar sem þessi búnaður er fyrir, “ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, en nokkur umræða hefur orðið um málið, m.a. á samfélagsmiðlum. Guðlaugur biður eigendur að færa eignir sínar af þessum svæðum.

„Einnig hefur orðið vart um skemmdir á opnum svæðum sem eru með viðkvæmu yfirborði eins og gras þegar farið er inn á þau blaut með þungum hlutum. Við viljum því góðfúslega biðja íbúa um að geyma þessar vistaverur á sínum lóðum svo við getum slegið grasið og hirt.“

Sólning
Sólning