Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Heilsuleikskólinn Krókur fékk brons hjólavottun
Föstudagur 18. september 2020 kl. 10:49

Heilsuleikskólinn Krókur fékk brons hjólavottun

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík fékk brons hjólavottun sem hjólavænn vinnustaður/leikskóli þegar Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni tók út aðstöðu skólans, hélt fyrirlestur um verkefnið og færði skólastjóra viðurkenningarskjal þess efnis á skipulagsdegi.

Markmið verkefnisins er að vinna að bættum ferðavenjum með því að hvetja starfsmenn og foreldra til að ganga eða hjóla í og úr skólanum ásamt því að bæta aðbúnað og þjónustu við hjólreiðafólk.

Public deli
Public deli

Brons vottunin er fyrsta skrefið að því að fjölga þeim sem velja umhverfisvænan og heilsueflandi ferðamáta og segir í frétt á heimasíðu Króks að leikskólinn stefni að sjálfsögðu á Gullið.

Þar segir einnig að verkefnið samræmist vel heilsu- og umhverfisstefnu skólans. Íþróttamiðstöðin hefur nú þegar fengið brons hjólavottun og tjaldstæðið fengið vottun sem hjólavænt tjaldstæði og segjast stjórnendur Króks vera stoltir því að vera í þessum hópi, segir á heimasíðu skólans.