Fréttir

Gripinn með gerviaugnahár og óléttuprufu
Mánudagur 9. desember 2019 kl. 09:40

Gripinn með gerviaugnahár og óléttuprufu

Tvær tilkynningar um þjófnaði hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Í öðru tilvikinu var brotist inn í bifreið sem stóð í langtímastæði við Keflavíkurflugvöll. Úr henni var stolið verkfærum, svo sem stingsög, skrúfvél og fleiru.

Þá voru tveir aðilar staðnir að verki við hnupl úr tveimur verslunum í Reykjanesbæ. Kvaðst annar viðkomandi hafa tekið vörur, án þess að greiða fyrir þær, til að gefa í jólagjafir. Auk fleiri muna var um að ræða gerviaugnahár og óléttuprufu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Reyndust vörurnar óskemmdar og tóku viðkomandi veraslunarstjórar við þeim.