Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Gera þurfi ráð fyrir hættu vegna sjávarflóða
Svona var umhorfs við Ægisgötu eftir óveðrið í febrúar 2020. Stórgrýti úr sjóvarnargarði kastaðist langt upp á land. Á loftmyndinni til hliðar má sjá yfir svæðið. Hafnargata 12 er rauða húsð á myndinni. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Laugardagur 16. ágúst 2025 kl. 06:00

Gera þurfi ráð fyrir hættu vegna sjávarflóða

Fjölgun íbúða úr 40 í 58 og nýtingarhlutfall hækkar verulega

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að fresta breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 12. Ráðið fjallaði á fundi sínum 8. ágúst um tillögu JeES arkitekta að breytingu á skipulaginu. Breytingin gerir ráð fyrir að húsið verði að hámarki með kjallara, þrjár hæðir og ris, en íbúðum fjölgi um 18, úr 40 í 58.

Samkvæmt tillögunni hækkar nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,0 í 1,8, en samanlagt ofan- og neðanjarðar úr 1,8 í 2,64. Auglýsingartíma tillögunnar er lokið og bárust engar formlegar athugasemdir en þó nokkrar umsagnir hafi borist, meðal annars frá Veðurstofu Íslands sem vekur athygli á aukinni hættu vegna flóða.

Veðurstofa Íslands vekur athygli á aukinni hættu vegna sjávarflóða við fyrirhugaða uppbyggingu á Hafnargötu 12 í Keflavík. Í umsögn um breytingu á deiliskipulagi reitsins, þar sem áform eru um íbúðahús með allt að 58 íbúðum auk verslunar- eða þjónusturýma á jarðhæð, er bent á að svæðið sé nærri flóðasvæði þar sem öldugangur hefur áður valdið tjóni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Veðurstofan rifjar upp atburð frá 14. febrúar 2020 þegar brim gekk yfir varnargarð við Ægisgötu, grjót og mulningur bárust á land og sjór flæddi yfir bílastæði og inn í jarðhæðir og kjallara húsa við Hafnargötu. Þjónn á veitingastaðnum Ránni lýsti því að vatn í kjallaranum hefði náð sér í miðja kálfa.

Svæði neðan Hafnargötu umflotið í sjó eftir flóðið 14. febrúar 2020. Sjór náði starfsmanni á Ránni upp á miðja kálfa, segir í umsögn Veðurstofunnar.

Sjávarstaða hækkar og land sígur

Í umsögninni er bent á að samkvæmt sviðsmyndum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar gæti sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 41–59 sentimetra til loka aldarinnar og um 68–115 sentimetra til ársins 2150. Þar sem verulegt landsig mælist á Reykjanesi – áætlað hálfur metri til 2100 og nær metri til 2150 – mætti bæta þeirri tölu við spár fyrir svæðið.

Veðurstofan segir að gera þurfi ráð fyrir hættu vegna sjávarflóða þegar skipulag á svæðinu er ákveðið, sérstaklega í ljósi þess að byggðin sé hugsuð til langs tíma.

Þá séu engar upplýsingar í deiliskipulagstillögunni um landhæð, gólfkóta eða hvort farið hafi verið eftir leiðbeiningum Vegagerðarinnar um skipulag á lágsvæðum.

Einnig sé mikilvægt að huga að mögulegri styrkingu fráveitu og brimvarna við Ægisgötu. Svæðið geti orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og loftborinna efna frá eldgosum á Reykjanesskaga, en eldgosavá teljist þó ekki takmörkun á landnotkun á reitnum.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að fresta breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 12. Ráðið fjallaði á fundi sínum 8. ágúst um tillögu JeES arkitekta að breytingu á skipulaginu.