Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Gera ráð fyrir verulegu rekstartapi Bláa lónsins á þessu ári
Föstudagur 26. júní 2020 kl. 17:07

Gera ráð fyrir verulegu rekstartapi Bláa lónsins á þessu ári

Aðalfundur Bláa Lónsins var haldinn í dag. Helstu niðurstöður uppgjörs Bláa Lónsins vegna ársins 2019 eru eftirfarandi.

Tekjur Bláa Lónsins á síðasta ári námu 125 milljónum evra. Hagnaður ársins eftir skatta nam 22 milljónum evra. Í ljósi alvarlegrar stöðu og óvissu vegna ársins 2020 verður ekki greiddur út arður til hluthafa vegna ársins 2019, segir í tilkynningu frá Bláa lóninu. 

Public deli
Public deli

Félagið skilaði tæpum 9,1 milljónum evra í virðisaukaskatt í ríkissjóð á árinu 2019. Félagið greiðir á árinu 2020 5,8 milljónir evra í tekjuskatt vegna ársins 2019. Skattspor félagsins árið 2019 nam 42,2 milljónum evra.

Eiginfjárhlutfall Bláa Lónsins hf. í lok árs 2019 nam 43%. Handbært fé frá rekstri var 25,6 milljónir evra. Eignir námu 79,5 milljónum evra. Starfsmenn í árslok voru 809 talsins.

Afkoma Bláa Lónsins árið 2019 var góð, en ljóst er að neikvæð áhrif Covid-19 heimsfaraldursins verða gríðarleg á rekstur félagsins og rekstrartap þess verður verulegt á þessu ári.

Þegar hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að aðlaga starfsemi félagsins að gjörbreyttu rekstrarumhverfi en félagið þurfti að loka öllum rekstrareiningum sínum í tæpa þrjá mánuði vegna faraldursins.

Rekstraraðgerðir á næstu mánuðum munu miða að því að verja félagið fyrir frekari áföllum næsta vetur og í gegnum þá miklu óvissu sem nú ríkir og mun ríkja áfram í íslensku atvinnu- og efnahagslífi.

Fyrirtækið ætlar að vera tilbúið að leiða viðspyrnu íslenskrar ferðaþjónustu þegar að henni kemur, segir jafnframt í tilkynningunni.