Fréttir

Gat vegna tæringar undir sjólínu
Frá vettvangi við togarann Orlik í Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi og nótt. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 11:54

Gat vegna tæringar undir sjólínu

Um þriggja sentimetra gat var á skrokki togarans Orlik undir sjólínu sem orsakaði mikinn leka að skipinu sem varð vart við í gærkvöldi. Skipið hefur verið bundið við bryggju í Njarðvík í um fimm ár. Eftir að dælt hafði verið úr skipinu kom gatið í ljós og var því lokað. Orsakirnar liggja í tæringu á byrðingi skipsins.

Ástand skipsins er mjög alvarlegt því fleiri göt hafa fundist á skipinu og því orðið aðkallandi að koma skipinu á öruggan stað til að rífa það.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nú hefur fengist leyfi til að draga skipið upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem því verður fargað. Sú aðgerð mun eina sér stað á allta næstu dögum, enda mikil áhætta að hafa skipið bundið við bryggju í Njarðvík í þessu ástandi.

Í dag verður fundað um framhaldið.