Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Fjölgun gesta og áhersla á gervigreind hjá Þekkingarsetri Suðurnesja
Laugardagur 1. nóvember 2025 kl. 11:50

Fjölgun gesta og áhersla á gervigreind hjá Þekkingarsetri Suðurnesja

Starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja hefur gengið afar vel á árinu og að áhugi almennings og skólanema á starfseminni hefur aukist verulega.

Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarsetursins, sagði frá því á síðasta stjórnarfundi setursins að sumarið hefði gengið mjög vel og gistiaðstaða verið vel nýtt. Fjöldi nemenda sem heimsótti sýningarnar á vordögum var 1.058, og gert er ráð fyrir að heildarfjöldi gesta á árinu verði um 2.000 að lokinni Safnahelgi á Suðurnesjum í byrjun október.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nýr starfsmaður, Anna Selbmann líffræðingur, hefur hafið störf og komið sér vel inn í starfið. Jafnframt lét Sölvi Rúnar Vignisson, sem starfað hefur við Þekkingarsetrið síðan 2013, af störfum til að taka við sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Hann mun þó áfram sinna verkefnum fyrir setrið sem verktaki.

Gervigreind og nýsköpun í brennidepli

Á fundinum var kynnt að Samtök þekkingarsetra, í samstarfi við KPMG og Innovation Week, hafi fengið 6,6 milljóna króna styrk úr Lóu sjóðnum til verkefnisins Gervigreind og nýsköpun. Verkefnið felur í sér vinnustofur sem haldnar verða víðs vegar um landið.

Vinnustofan á Suðurnesjum verður haldin þriðjudaginn 11. nóvember kl. 9–13, þar sem þátttakendum verður boðið að taka þátt endurgjaldslaust og fá léttan hádegisverð.

Dubliner
Dubliner