Bus4u fellir niður frístundaakstur í dag vegna veðurs
Bus4u tilkynnir að akstur með börn í frístundum í dag falli niður vegna slæmrar veðurspár og óvissu um aðstæður.
„Þar sem veðurspáin er afleit og við viljum ekki ana út í óvissuna með börnin þá höfum við hjá Bus4u ákveðið að fella niður akstur með börn í frístundum í dag,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.








