SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja efla viðbragðshæfni – fjórir starfsmenn í atvinnukafaranámi
Sunnudagur 12. október 2025 kl. 08:55

Brunavarnir Suðurnesja efla viðbragðshæfni – fjórir starfsmenn í atvinnukafaranámi

Fjórir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru þessa dagana í fimm vikna atvinnukafaranámi, þar af einn í hlutverki leiðbeinanda. Með þessu er stigið mikilvægt skref í að efla viðbragðshæfni liðsins enn frekar.

Hingað til hafa Brunavarnir Suðurnesja ekki sinnt köfunarviðbrögðum, en búist er við að breyting verði á því þegar starfsmennirnir ljúka náminu. Þannig mun liðið bæta við sig sérhæfðri þekkingu og getu til að bregðast við fjölbreyttari aðstæðum á sjó og landi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Þetta er stór áfangi fyrir okkur og mun efla lið okkar enn frekar,“ segir í tilkynningu Brunavarna Suðurnesja á samfélagsmiðlum.

Námið tekur fimm vikur og fer fram undir handleiðslu sérfræðinga á sviði atvinnuköfunar. Að því loknu munu starfsmennirnir hafa hlotið formlega réttindi sem atvinnukafarar og geta tekið þátt í köfunarverkefnum sem tengjast björgunar- og öryggisstarfi á Suðurnesjum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025