Fréttir

Börn bólusett á mánudag og þriðjudag
Bólusetning fer fram í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem staðsettur er í Hljómahöll.
Föstudagur 7. janúar 2022 kl. 18:26

Börn bólusett á mánudag og þriðjudag

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku mun heilsugæsla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja bjóða uppá bólusetningu barna á Suðurnesjum á aldrinum 5-11 ára. Bólusetning fer fram í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem staðsettur er í Hljómahöll. Börnum í Grindavík mun bjóðast bólusetning í Hópsskóla.

Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu HSS, segir að foreldrar muni fá nánari upplýsingar um skipulagið síðar í dag.