Fréttir

Bólusetning í vikunni - fædd 1999-2004 í umframhópi
Miðvikudagur 9. júní 2021 kl. 07:54

Bólusetning í vikunni - fædd 1999-2004 í umframhópi

Bólusetning verður í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Ásbrú fimmtudaginn 10. Júní. Að þessu sinni fá öll fædd árið 1998 og fyrr, boð um bólusetningu, en í umframhópi í þessari viku eru þau sem eru fædd árið 1999-2004. Þau gætu átt von á boðun og eru hvött til að fylgjast með símum sínum.

Alls verða gefnir um 2.800 skammtar í þessari viku, en í næstu viku er vona á enn stærri sendingu og er þá vonast til að klára alla þá sem ekki hafa enn fengið bólusetningu.

Athygli er vakin á því að allmargir skjólstæðingar HSS eru ekki með skráð símanúmer á þeim listum sem HSS berast frá Embætti landlæknis og gætu því hafa misst af boðun í bólusetningu.

Þau sem eru skráð á heilsugæslur HSS og eru í þeim aldurs- eða forgangshópum sem eiga að vera búinn að fá boðun, en hafa ekki fengið, eru beðin um að senda skilaboð á [email protected] með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer og þau munu í framhaldinu fá boð.