Fréttir

Bæta þarf upplýsingamiðlun frá Kölku sem lýsir yfir vonbrigðum með verktaka
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 15:36

Bæta þarf upplýsingamiðlun frá Kölku sem lýsir yfir vonbrigðum með verktaka

Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur mikla áherslu á að verulega þurfi að bæta upplýsingamiðlun Kölku til íbúa Suðurnesjabæjar um framkvæmd og þjónustu við sorphirðu í sveitarfélaginu.

Bæjarráð kallaði eftir greinargerð framkvæmdastjóra Kölku vegna söfnunar úrgangs í desember 2022 og janúar 2023 og var greinargerðin tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.

Public deli
Public deli

Sorphirða um jól og áramót var jafnframt tekin fyrir á stjórnarfundi í Kölku þann 10. janúar sl. Þar fór framkvæmdastjórinn yfir greinargerð um söfnun úrgangs um áramót til Grindavíkurbæjar og ástandið seinustu vikur. Stjórn átti góða umræðu undir þessum dagskrárlið, segir í fundargögnum

Stjórn Kölku lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu og upplýsingagjöf við skerta þjónustu Terra yfir jól og áramót og krefst svara frá verktakanum. Stjórn hefur jafnframt falið framkvæmdastjóranum að óska eftir svörum frá verktakanum.