Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Appelsínugul veðurviðvörun og óvissa í Grindavík
Þriðjudagur 28. október 2025 kl. 14:30

Appelsínugul veðurviðvörun og óvissa í Grindavík

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Reykjanes vegna slæmrar veðurspár frá kl 14-00. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og skertu skyggni, einkum á Reykjanesi með tilheyrandi ófærð sem getur fylgt. Hiti verður í kringum frostmark og því allar líkur á því að úrkoma verði í formi sjókomu.   

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast náið með veður- og færðuspám á vef Vegagerðarinnar umferdin.is og Veðurstofu Íslands vedur.is áður en lagt er af stað og gefa sér ríflegan tíma í ferðalög. Eins eru farþegar á leið til Keflavíkurflugvallar beðnir um að fylgjast með flugáætlun flugfélaganna.  

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Vanbúnir bílar eiga ekki að fara af stað.  

Tryggja þarf að ökutæki séu vel útbúin vetrarhjólbörðum, nægu eldsneyti og tilbúnir í vetrarfærð á vegum á svæðinu. 

Óvissa vegna jarðhræringa við Grindavík  

Áframhaldandi óvissa með landris og jarðhræringar halda áfram á svæðinu í kringum Grindavík og Svartsengi.  

Viðbragðsaðilar funduðu í morgun til að meta aðstæður í Grindavík sökum veðurs og verður viðbragð aukið meðan óvissa með veður er til staðar. Vakt slökkviliðs verður til staðar ásamt björgunarsveit og þá hefur aðgerðastjórn lögreglu verið virkjuð.   

Þar sem enn ríkir óvissa um frekari þróun og mögulega eldgosshættu, er almenningi og íbúum svæðisins eindregið ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu nema brýna nauðsyn beri til.  

Færð innanbæjar og á flóttaleiðum út úr bænum gætu spillst hratt. Fyrirtækjaeigendur í Grindavík eru einnig beðnir um að hafa í huga að hleypa fólki fyrr heim en ella sé það mögulegt til að létta á umferð á álagstíma.  

Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum frá  Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Lögreglunni. 

Samantekt helstu ráðlegginga: 

  • Appelsínugul viðvörun tekur gildi kl 14 – fylgstu með veður- og færð áður en lagt er af stað. 
  • Farðu ekki af stað á vanbúnum bílum. 
  • Hafðu hlý föt, mat og drykk í bílnum ef tafir verða. 
  • Gefðu þér góðan tíma í ferðalög. 
  • Forðastu dvöl í Grindavík og nærliggjandi svæðum nema brýna nauðsyn beri til. 
  • Fylgstu með opinberum tilkynningum á helstu síðum  
Dubliner
Dubliner