Flugger
Flugger

Fréttir

Áfram heldur ævintýrið í Aðventugarðinum
Föstudagur 8. desember 2023 kl. 13:10

Áfram heldur ævintýrið í Aðventugarðinum

Mikil gleði ríkti í Aðventugarðinum um liðna helgi sem var opnunarhelgi garðsins. Ljósin voru tendruð á jólatré garðsins að lokinni Aðventugöngu og við tók fjölbreytt dagskrá helgarinnar í blíðskaparveðri. Fyrsti snjórinn féll á sunnudegi og jók heldur betur á töfra fallega Aðventugarðsins.

Blíðskaparveðurspá er fyrir komandi helgi sem er heppilegt enda margt á boðstólum í Aðventugarðinum. Von er á jólasveinum, snjóprinsessu og fjallamanni og sjálfri Grýlu. Kósýbandið flytur ljúfa tóna, jólakór Team Danskompaní tekur lagið, lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar blæs inn jólin, boðið verður upp á atriði úr Jólasögu Leikfélags Keflavíkur sem nú er á fjölunum og síðast en ekki síst mun Sönghópur Suðurnesja flytja jólalög undir stjórn nýkrýnds menningarverðlaunahafa Reykjanesbæjar, Magnúsar Kjartanssonar.

Heita kakóið og sykurpúðarnir verða á sínum stað, hægt verður að fara ratleik í garðinum og gera góð kaup í jólakofunum. Þá er um að gera að kóróna upplifunina með því að svífa um Aðventusvellið á skautum.

Nákvæma dagskrá helgarinnar er að finna á vefsíðunni Visit Reykjanesbær.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024