Atnorth
Atnorth

Fréttir

Aðeins tveir styrkir til Suðurnesja á þremur árum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. júlí 2025 kl. 10:00

Aðeins tveir styrkir til Suðurnesja á þremur árum

Virkar letjandi fyrir þá sem vilja sækja í uppbyggingar- og nýsköpunarsjóði, segir Arnbjörn Ólafsson

Einungis tvö verkefni af Suðurnesjunum hafa hlotið stuðning úr Lóu, Nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnar á síðustu þremur árum af 73 samþykktum verkefnum. Á sama tíma voru 19 verkefni samþykkt á Norðurlandi eystra.

Arnbjörn Ólafsson úr Reykjanesbæ vekur athygli á þessu í grein í nýjasta tölublaði Víkurfrétta en á árunum 2023, 2024 og 2025 voru veittir samtals 73 styrkir úr sjóðnum til nýsköpunarverkefna og var fjöldi umsókna að meðaltali um 94 á ári.

„En það sem verst er (og hér tala ég af reynslu) er hvernig þetta mynstur virkar letjandi fyrir þá sem vilja sækja í uppbyggingar- og nýsköpunarsjóði. Þegar frumkvöðlar á Suðurnesjum horfa á tölurnar og sjá að aðeins tvö verkefni af 73 hafa fengið styrk á þremur árum, þá spretta óhjákvæmilega fram spurningar eins og: Af hverju að standa í þessu? Af hverju að verja tíma í umsóknarferli, kostnað með ráðgjöfum, móta hugmynd og leggja sig fram, ef útkoman virðist fyrirfram ákveðin? Þessi tilfinning er hættuleg. Hún dregur úr virkni, áhuga og vexti nýsköpunarsamfélagsins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Suðurnesin eru kraftmikið svæði með auðugt frumkvöðlastarf, eldhuga og áskoranir sem kalla á nýjar lausnir og stuðning í verki. Til að nýsköpun þrífist þar með sama krafti og á öðrum svæðum landsins þarf markvissar aðgerðir til að efla umsóknargetu, styðja við tengslamyndun og tryggja að Suðurnesin standi jafnfætis öðrum svæðum þegar kemur að úthlutun opinbers fjármagns,“ segir Arbjörn.