Miklu færri kríur
Miklu minna er um kríu í sumar en í fyrra. Það má glögglega sjá í Norðurkoti í Suðurnesjabæ en þangað fjölmennir krían á hverju ári. Húsfreyjan þar segir fjöldann núna lítið brot af því sem verið hefur undanfarin ár. Ekki er vitað um ástæður fyrir því.
Þegar tíðindamaður VF kíkti á svæðið við Norðurkot mátti þó sjá marga fugla með síli í kjaftinum og spræka unga á flugi með eldri fugli. Það er vinsælt hjá mörgum að taka rúnt og sjá fuglafjörið. Ekki skemmir þegar sólarlagið er eins og það var eitt kvöldið í vikunni. VF/pket.