Loftgæði að versna við gosstöðvarnar - fólk hvatt til að takmarka útiveru
Svo virðist vera sem loftgæði séu að versna við gosstöðvarnar samkvæmt mælum sem þar eru staðesettir, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem barst um miðjan dag. Fólk er hvatt til að takamarka mikla útiveru.
„Viðbragðsaðilar eru á leið þarna uppeftir til að gera frekari mælingar á gasi. Við minnum á að þarna er virkt eldgos í gangi og aðstæður geta breyst fljótt hvað varðar veður og mengun. En samkvæmt þessum nýjustu upplýsingum þá ætti fólk alls ekki að vera á göngu um svæðið eins og staðan er núna.“
Lögreglan hvetur íbúa til að:
• Takmarka mikla útiveru
• Forðast áreynslu utandyra
• Huga sérstaklega að börnum og viðkvæmum
Hægt er að fylgjast með loftgæðamælingum inni á loftgaedi.is